Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina 24. febrúar 2005 00:01 Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira