Vinningar DAS í peningum 28. febrúar 2005 00:01 Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi. Samkvæmt lögum hefur Happdrætti DAS einungis leyfi til að greiða út í bifreiðum, bifhjólum, bátum, búnaðarvélum, íbúðarhúsum, húsbúnaði, hljóðfærum, búpeningi, flugvélum og farmiða til ferðalaga. Happdrætti háskóla Íslands hefur einkaleyfi til peningagreiðslna til ársins 2019. Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Brynjólfur Sigurðsson, segir að hann hafi haft óljósan grun um að réttur Happdrættis háskólans væri brotinn. "Ég get ekki trúað því að löggiltur endurskoðandi sem horfir á lögin segi allt í lagi að greiða vinninga út í peningum," segir Brynjólfur. Sigurður segir að tíðkast hafi að biðja vinningshafa um nótu áður en vinningar séu greiddir út. Vinningshafi sem fái tugi milljóna í íbúðavinning sé ekki skuldbundinn til að kaupa íbúð heldur geti til dæmis nýtt upphæðina til að greiða niður eign sem hann eigi þegar. Geti vinningshafi ekki sýnt nótu komi það ekki í veg fyrir að vinningur sé greiddur út. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinningshafi sem hlaut ferðavinning hafi fengið upphæðina greidda inn á reikning sinn án allra kvaða. Þess hafi þó verið getið að ætti hann greiðslukvittun fyrir utanlandsferð kæmi sér vel að fá hana senda. Brynjólfur segir Happdrætti háskólans greiða tuttugu prósent af hagnaði eða um 110 milljónir á ári vegna einkaleyfis á peningagreiðslum. "Okkur finnst að yfirvöld ættu að sjá til þess að lögum sé framfylgt," segir Brynjólfur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi. Samkvæmt lögum hefur Happdrætti DAS einungis leyfi til að greiða út í bifreiðum, bifhjólum, bátum, búnaðarvélum, íbúðarhúsum, húsbúnaði, hljóðfærum, búpeningi, flugvélum og farmiða til ferðalaga. Happdrætti háskóla Íslands hefur einkaleyfi til peningagreiðslna til ársins 2019. Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, Brynjólfur Sigurðsson, segir að hann hafi haft óljósan grun um að réttur Happdrættis háskólans væri brotinn. "Ég get ekki trúað því að löggiltur endurskoðandi sem horfir á lögin segi allt í lagi að greiða vinninga út í peningum," segir Brynjólfur. Sigurður segir að tíðkast hafi að biðja vinningshafa um nótu áður en vinningar séu greiddir út. Vinningshafi sem fái tugi milljóna í íbúðavinning sé ekki skuldbundinn til að kaupa íbúð heldur geti til dæmis nýtt upphæðina til að greiða niður eign sem hann eigi þegar. Geti vinningshafi ekki sýnt nótu komi það ekki í veg fyrir að vinningur sé greiddur út. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinningshafi sem hlaut ferðavinning hafi fengið upphæðina greidda inn á reikning sinn án allra kvaða. Þess hafi þó verið getið að ætti hann greiðslukvittun fyrir utanlandsferð kæmi sér vel að fá hana senda. Brynjólfur segir Happdrætti háskólans greiða tuttugu prósent af hagnaði eða um 110 milljónir á ári vegna einkaleyfis á peningagreiðslum. "Okkur finnst að yfirvöld ættu að sjá til þess að lögum sé framfylgt," segir Brynjólfur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira