Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa 2. mars 2005 00:01 Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent