Miðflokkurinn rýkur upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2025 12:00 Forysta Miðflokksins. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson, nýr varaformaður. vísir/lýður valberg Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú. Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú.
Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira