Ísland flytur vopn til Íraks 2. mars 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Þessar uppýsingar komu fram í utandagskrárumræðu sem Steingrímur J. Sigfússon hóf um stuðning Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita. Davíð Oddsson varð fyrir svörum og sagði stuðning Íslands við þjálfun írakskra lögreglu- og hermanna á vegum NATO felast í fyrsta lagi í því að kosta flutning á búnaði fyrir öryggissveitirnar til Íraks. „Nú liggur fyrir að Ísland muni greiða fyrir flutning með flugvélum á rúmlega 500 tonnum af vopnum og skotfærum sem Slóvenar gefa Írökum. Kostnaðurinn verður um 40 milljónir króna,“ sagði Davíð. Í öðru lagi hefur Ísland lagt rúmar tólf milljónir króna í sjóð bandalagsins sem greiðir ferðir og uppihald manna úr írökskum öryggissveitum vegna þjálfunar utanlands. Loks er Íslendingur kominn til Íraks sem starfa mun sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í landinu. Næst steig Steingrímur í pontu og sagði að það væri sem sagt um að ræða 60-70 milljónir hið minnsta sem Íslendingar leggðu í hergagnaflutninga og herþjálfun í Írak. „Og bætist það þá við hið sögulega framlag okkar til Afgana að flytja þangað skriðdreka. Mikið hlýtur þjóðinni að líða betur að vita af þessu framlagi sínu,“ sagði Steingrímur. Davíð Oddsson benti að öll bandalagsríki NATO tækju þátt í þjálfun írakskra öryggissveita og gat þess að Ísland hefði varið 300 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Írak. Hún yrði hins vegar ekki veitt nema öryggi væri tryggt svæðinu og því þurfi hvort tveggja að fara saman. Og Davíð ítrekaði að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi í neyðar- og mannúðaraðstoð, eða um 80-85%.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira