Með lag á heilanum 15. mars 2005 00:01 Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað. Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað.
Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“