Innlent

Mælt með ríkisborgararétti

Allsherjarnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í dag að mæla með því að skákmeistaranum Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, hafði gengið úr skugga um að þær upplýsingar, sem bárust frá Japan um að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum myndi hjálpa honum að losna úr varðhaldi, væru réttar. Tillaga um að Fischer fái ríkisborgararétt verður væntanlega lögð fram á Alþingi á mánudag og líklega samþykkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×