Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 12:19 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira