„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að fyrirhugaðar tollahækkanir Trumps muni hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið. Vísir/Vilhelm Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent