Davíð vill í öryggisráðið 18. mars 2005 00:01 "Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
"Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira