Búist við þúsundum lóðaumsókna 20. mars 2005 00:01 Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði. Í dag auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, sem kosta frá 3,5 milljónum króna og upp í 4,6. Verðið er mjög lágt enda lóðirnar hugsaðar fyrir húsbyggendur sem ætla síðan að búa í húsunum en ekki að byggja eingöngu til að græða. Til að koma í veg fyrir brask eru sett ákveðin skilyrði sem eiga að koma í veg fyrir að menn geti selt lóðirnar áður en þeir eru búnir að byggja á þeim fullbúin hús. Og svo verður dregið úr umsóknum. Leiddar eru líkur að því að yfir tíu þúsund manns muni sækja um og ef það gengur eftir eru vinningslíkurnar aðeins 0,3 prósent enda eru menn strax farnir að finna leiðir fram hjá skilmálunum. Í sama blaði og lóðirnar eru auglýstar birtist nafnlaus auglýsing frá fjölskyldu sem býðst til að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað og greiða fyrir hana átta milljónir króna. Milliliðurinn fær þannig að minnsta kosti 3,6 milljónir beint í vasann. Ágúst Jónsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að það sé aldrei hægt að setja reglur sem ekki sé hægt að fara í kringum á einhvern hátt. Hins vegar sé ljóst að vegna þess að lóðleigusamningur verði ekki gerður fyrr en húsið er tilbúið verði ekki hægt að þinglýsa neinu um framsal á lóðréttindum fyrr en húsið sé fullbúið. Menn verði þá að treysta viðskiptaðilanum býsna vel til þess að fara út í svo vafasöm viðskipti að hans mati. Eins hefur heyrst af því að bæði einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að setja á umsóknir og auka þannig líkurnar á að fá úthlutað lóð. Þetta sýnir svart á hvítu hina gríðarlegu spurn eftir lóðum sem nú er og hversu svifaseint kerfið er í að bregðast við. Þess ber þó að geta að á næstu mánuðum verða seldar lóðir undir að minnsta kosti 450 íbúðir í nýju byggingarlandi Reykjavíkur við Úlfarsfell.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira