Erlent

Ráðherra með skammbyssu

Varnarmálaráðherra Danmerkur var með skammbyssu í belti þegar hann heimsótti danska hermenn í Afganistan í síðustu viku. Mynd af ráðherranum með byssuna er birt á vefútgáfu Politiken í dag. Forsvarsmenn dönsku stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna varnarmálaráðherrann, Sören Gade, harðlega fyrir að bera skambyssuna og segja það ólíðandi að ráðherra í dönsku ríkisstjórninni skuli bera skambyssu þegar hann heimsæki erlend ríki. Gade segist hins vegar hafa borið byssuna sér til verndar en hann var undir vernd tveggja vopnaðra lífvarða allan þann tíma sem hann var í Afganistan. Slóðin á Politiken er: http://politiken.dk/



Fleiri fréttir

Sjá meira


×