Innlent

Stuðningur Íslands svívirða

Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, gagnrýndi harðlega stuðning íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak á blaðamannafundi í gær og sagði hann vera svívirðu. Hann sagðist þó vita að íslenska þjóðin væri ekki sama sinnis, enda hefði hann séð auglýsinguna í New York Times þar sem fram kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar væri stuðningnum andvígur. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld standa vörð um opna lýðræðislega umræðu, þótt þau séu sjónarmiðum Fischers ósammála í grundvallaratriðum. Það sé eðli lýðræðislegs þjóðfélags að fólk geti látið í ljós skoðanir sínar. „Það sem hann sagði um Írak sýnir auðvitað um hvað þetta mál snerist. Innrásin í Írak var auðvitað tilraun til þess að koma á lýðræðislegu stjórnarfari; til þess að menn með ólíkar skoðanir gætu látið þær í ljósi, gagnstætt því sem hafði verið,“ segir Einar. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×