Nokkur tonn sprengiefna haldlögð
131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Fyrr vikunni féllu 85 meintir skæruliðar í Írak í þegar írakskir sérsveitarmenn gerðu skyndiárás á þá nærri Bagdadborg. Eitthvert mannfall varð í aðgerðinni í dag en ekki hefur verið gefið upp hve margir létust.