Innlent

Stormur í vatnsglasi

"Mér finnst þetta vera stormur í vatnsglasi og við verðum bara að bíða eftir að þetta gangi yfir," segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni erlendra fjölmiðla á íslensk stjórnvöld. Guðrún segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda hafi verið af mannúðarástæðum, þar sem ekkert benti til annars en að Fischer myndi dúsa áfram í einangrun í Japan ef ekkert hefði verið að gert. Skoðanir Fischers skipti í sjálfu sér ekki máli í því samhengi. "Sjálfur er hann gyðingur og fyrir mér gildir það einu hvaða skoðanir hann hefur á eigin kynþætti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×