Erlent

Herinn farinn fyrir kosningar

Sýrlendingar heita því að verða farnir með allan herafla sinn frá Líbanon áður en kosningar verða haldnar í landinu í lok maí. Þetta kemur fram í bréfi sem utanríkisráðherra Sýrlands sendi Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í gær. Í bréfinu, sem fréttastofa Reuters komst yfir, segir að með samvinnu Líbana og Sýrlendinga hafi þegar tekist að fækka hermönnum úr fjörutíu þúsund niður í tíu þúsund. Fyrir helgi muni liggja fyrir hvenær allur heraflinn verði farinn, en það verði að minnsta kosti áður en kosningar verða haldnar í Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×