Erlent

Þegar orðrómur um kosningasvindl

Þingkosningar í Afríkuríkinu Zimbabwe hófust í morgun en þegar er talið að ekkert verði að marka úrslit kosninganna vegna víðtæks kosningasvindls Mugabes forseta. Fólk beið í löngum biðröðum í höfuðborginni, Harare, í morgun eftir því að fá að kjósa. Fastlega er búist við að flokkur Roberts Mugabes, forseta landsins, vinni stórsigur í kosningunum en flestir sem fylgjast með gangi mála segja líka að úrslitin séu fyrir löngu ráðin og svindl muni tryggja Mugabe sigur. Sögusagnir eru meðal annars á kreiki um að mörg hundruð þúsund manns, jafnvel hátt í milljón, sem ekki eru á lífi hafi verið skráðir sem kjósendur. Þá er ríkisstjórn Mugabes sökuð um að nýta sér matarskortinn í landinu til að múta kjósendum með því að útdeila matvælum til þeirra sem mæta á kjörstaði og heita því að kjósa stjórnarflokkinn. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á laugardagsmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×