Vill ríkisstjórn klassískra gilda 3. apríl 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segist finna mikinn stuðning í baráttunni um formannssæti í Samfylkingunni. Hann segist telja að þetta verði málefnaleg, opin og heiðarleg barátta. Hann vill að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn sem verði ríkisstjórn klassískra gilda, sem leggi áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Össur kynnti helstu áherslumál sín í formannsslag Samfylkingarinnar í dag fyrir troðfullu húsi nýrri starfstöð við Ármúla 40. Hann segist munu berjast í kosningunum eins og grimmt ljón en þetta verði heiðarleg barátta. Össur viðurkennir að baráttan hafi auðvitað verið alltof löng en hann hafi ekki byrjað fyrr en í dag vegna þess að hann telji að það sé flokknum til farsældar að hafa baráttuna stutta og þá snarpari fyrir vikið. Össur segir að ekkert sé leiðinlegra en löng kosningabarátta og hann ætli að hafa hana skemmtilega og njóta hennar og samvistanna við stuðningsmenn sína. Össur segir enn fremur að hver sem niðurstaðan verði muni hann taka henni af jafnaðargeði en hann ætli sér að sigra. Össur segist ekki telja að baráttan skaði flokkinn. Kannnanir hafi sýnt að á brattan sé að sækja fyrir hann og sennilega sé hann enn þá í brekku en hann finni það mjög vel að hann sé á réttri leið eins og Samfylkingin. Aðspurður hvort baráttan verði drengileg segir Össur hún verði eins og hún hafi verið hingað til, málefnaleg, opin og heiðarleg. Þó sé líklegt að í hita leiksins muni einhverjir stíga feilspor í báðum fylkingum en eina fyrirskipunin sem hann gefi sínum stuðningsmönnum sé að stunda heiðarlega baráttu og bera virðingu fyrir þeim sem keppt er við vegna þess að þeir eigi það skilið og flokkurinn sömuleiðis. Össur kynnti helstu baráttumál sín. Hann vill meðal annars kjósa framkvæmdastjóra í beinni kosningu og kanna afstöðu flokksmanna reglulega til ýmissa mála. Össur vill að Samfylkingin myndi og leiði næstu ríkisstjórn. Hún eigi að leggja áherslu á fjölskylduna og hag barna og aldraðra. Um leið og hann vilji draga úr höftum í atvinnulífi og auka frelsi þar segi hann fullum fetum að sú ríkisstjórn sem jafnaðarmenn ætli sér að leiða verði að sýna sterka samstöðu með þeim sem fara halloka í markaðskerfinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira