Innlent

Símakort tengd farsímanotanda

Skylt verður að skrá alla notendur svokallaðra frelsiskorta, sem eru fyrirframgreidd farsímakort, verði frumvarp um breytingar á fjarskiptalögum samþykkt á Alþingi óbreytt. Frelsiskort hafa hingað til verið seld án þess að skráning fari fram á væntanlegum notanda. Farsímanúmerin eru því ekki tengd neinum einstaklingi. Við kaup símakorts skal kaupandi framvísa skilríkjum gangi þetta eftir. Í greinargerð með frumvarpinu segir að þetta valdi vandkvæðum í rannsóknum lögreglu, einkum í tengslum við fíkniefnabrot. Einnig eigi það við hótanir t.d. með SMS-skilaboðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×