Fráfallið hefur pólitísk áhrif 4. apríl 2005 00:01 Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag. Kardinálar hvaðanæva að úr heiminum hittust á fundi í Róm í morgun til að skipuleggja útför páfa. Skömmu fyrir hádegi var síðan tilkynnt að útför hans yrði á föstudaginn, klukkan átta fyrir hádegi að íslenskum tíma, og að páfi yrði jarðaður í St. Péturskirkju í Vatíkaninu, líkt og flestir páfar hingað til. Kaþólska kirkjan hefur tilkynnt um níu daga sorgartímabil í tengslum við útförina. Lík páfa mun síðdegis í dag verða flutt í Péturskirkjuna og verður látið standa þar uppi svo almenningur geti gengið fram hjá því og vottað honum síðustu virðingu sína. Um 200 þúsund manns söfnuðust saman á Péturstorginu í gær og er búist við að gríðarlegur mannfjöldi leggi leið sína í kirkjuna, að minnsta kosti tvær milljónir manna. Öll hótel og gistiheimili eru þegar uppbókuð í Róm en verið er að reyna að gera ráðstafanir til að taka á móti mannfjöldanum, meðal annars með því að skipuleggja gistirými í skólum. Dauði páfa hefur haft áhrif um allan heim, jafnvel á pólitíska framvindu í löndum sem ekki eru kaþólsk. Þannig hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ákveðið að fresta því um að minnsta kosti sólarhring að boða til þingkosninga í landinu. Karl Bretaprins er kominn heim úr skíðafríi sínu vegna dauða páfa og jarðaför páfa setur nokkurt strik í brúðkaupsáætlanir Karls því hann og Camilla Parker Bowles ætla einmitt að ganga í hjónaband á föstudaginn. Þá hafa sveitastjórnarkosningar sem nú fara fram á Ítalíu algerlega fallið í skuggann af fráfalli páfans.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira