Ofbeldi allsstaðar 5. apríl 2005 00:01 Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun