Vilja kanna einkaframkvæmd 5. apríl 2005 00:01 "Sundabrautin er eins og aðrar stórframkvæmdir í vegagerð að það þarf sérstaka fjármögnun til verksins," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra en engar framkvæmdir eru ráðgerðar vegna hennar næstu fjögur árin samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Sturla segir Sundabraut enn vera eitt mikilvægasta samgönguverkefnið sem framundan er en óljóst sé með hvaða hætti slík framkvæmd verði fjármögnuð. "Þar eru tveir kostir sem til greina koma. Annars vegar einkaframkvæmd eða að ríkið taki frá sérstaklega fjármuni til þessa verkefnis." Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vill skoða möguleika einkaframkvæmdar. Hún leggst hins vegar alfarið gegn gjaldtöku á vegfarendur. "Vegagjöld koma ekki til greina af hálfu borgarinnar. Ríkið greiðir Sundabraut. Samgönguráðherra hefur sagt að hann telji að það þurfi að fjármagna hana á sérstakan hátt með einkaframkvæmd. Ég lít ekki svo á að þó menn fari í einkaframkvæmd að það þýði endilega gjaldtöku. Ég er algjörlega mótfallin því að það verði tekið gjald á fyrsta áfanga Sundabrautar því það er ekki tenging á milli landshluta heldur á milli hverfa í borginni." Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um gjaldtöku af vegfarendum um Sundabraut í ljósi skýrslu sem nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði þar sem velt er upp möguleikum á gjaldtöku í vegakerfinu segist Sturla ekki hafa tekið afstöðu til þess. "Það liggur fyrir nefndarálit þar sem tillögur eru gerðar um gjaldtökur vegna fjármögnunar umferðarmannvirkja og bent á þann kost að láta vegfarendur greiða sérstaklega á þeim stöðum sem umferð er mikil. Gagnvart Sundabraut er ljóst að þeir fjármunir sem fengjust með slíku gjaldi yrðu vel þegnir en gæta þarf hófs í þessum málum og ég hef heldur ekki tekið afstöðu til þess hvort slíkt sé almennt fýsilegur kostur." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist reiðubúinn að ræða upptöku vegagjalda í umferðinni ef það er á víðum grundvelli og taki til dýrra mannvirkja úti um allt land. "En það kemur ekki til greina ef menn einblína bara á Sundabrautina." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
"Sundabrautin er eins og aðrar stórframkvæmdir í vegagerð að það þarf sérstaka fjármögnun til verksins," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra en engar framkvæmdir eru ráðgerðar vegna hennar næstu fjögur árin samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Sturla segir Sundabraut enn vera eitt mikilvægasta samgönguverkefnið sem framundan er en óljóst sé með hvaða hætti slík framkvæmd verði fjármögnuð. "Þar eru tveir kostir sem til greina koma. Annars vegar einkaframkvæmd eða að ríkið taki frá sérstaklega fjármuni til þessa verkefnis." Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vill skoða möguleika einkaframkvæmdar. Hún leggst hins vegar alfarið gegn gjaldtöku á vegfarendur. "Vegagjöld koma ekki til greina af hálfu borgarinnar. Ríkið greiðir Sundabraut. Samgönguráðherra hefur sagt að hann telji að það þurfi að fjármagna hana á sérstakan hátt með einkaframkvæmd. Ég lít ekki svo á að þó menn fari í einkaframkvæmd að það þýði endilega gjaldtöku. Ég er algjörlega mótfallin því að það verði tekið gjald á fyrsta áfanga Sundabrautar því það er ekki tenging á milli landshluta heldur á milli hverfa í borginni." Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um gjaldtöku af vegfarendum um Sundabraut í ljósi skýrslu sem nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði þar sem velt er upp möguleikum á gjaldtöku í vegakerfinu segist Sturla ekki hafa tekið afstöðu til þess. "Það liggur fyrir nefndarálit þar sem tillögur eru gerðar um gjaldtökur vegna fjármögnunar umferðarmannvirkja og bent á þann kost að láta vegfarendur greiða sérstaklega á þeim stöðum sem umferð er mikil. Gagnvart Sundabraut er ljóst að þeir fjármunir sem fengjust með slíku gjaldi yrðu vel þegnir en gæta þarf hófs í þessum málum og ég hef heldur ekki tekið afstöðu til þess hvort slíkt sé almennt fýsilegur kostur." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist reiðubúinn að ræða upptöku vegagjalda í umferðinni ef það er á víðum grundvelli og taki til dýrra mannvirkja úti um allt land. "En það kemur ekki til greina ef menn einblína bara á Sundabrautina."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira