Innlent

Heimdallur fagnar stofnun Mjólku

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar stofnun Mjólku, nýs mjólkursamlags, sem stendur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Þá fagnar félagið enn fremur auknu valfrelsi neytenda á mjólkurvörum og segir að hingað til hafi neytendum nánast eingöngu staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. Í ályktun Heimdallar segir að með kaupum á afurðum Mjólku geti neytendur látið í ljós vanþóknun sína á ríkisstyrkjum til landbúnaðar. Fráleit sé sú afstaða samtaka kúabænda að ætla að neyða Mjólku til að ganga inn í styrkjakerfi hins opinbera. Stofnun Mjólku sé skýrt dæmi þess að vilji sé til að reka mjólkurbú á frjálsum markaði án ríkisstyrkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×