Sat á barnaskýrslu í tvö ár 6. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir skýringum forsætisráðherra á þeim drætti sem orðið hefði á opinberri stefnumótun í málefnum barna og unglinga í samræmi við ályktun sem Alþingi samþykkti fyrir fjórum árum. Samkvæmt henni átti að leggja framkvæmdaáætlun fyrir Alþingi árið 2002 og var nefnd sett í málið. Athygli vekur að nefndin skilað skýrslu sinni til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í febrúar 2003. Í ráðuneytinu hafa menn því setið á skýrslunni í meira en tvö ár. Jóhanna upplýsti að skýrslu nefndarinnar hefði loks verið dreift til þingmanna í gær. Hún sagði að í skýrslunni kæmi fram að hér á landi væri að finna mikla brotalöm í málefnum barna, óskilvirkni kerfisins væri harðlega gagnrýnd og að alla heildarsýn og samhengi vantaði. Afar brýnt væri að skoða verkaskiptingu milli stofana og ráðuneyta og skilgreina hvar ábyrgðin lægi auk þess sem miklum agnúum væri lýst á bóta- og velferðarkerfinu varðandi hag barna. Jóhanna benti enn fremur á að í skýrslunni væri nefnt að sérstaklega væri þörf á úrbótum í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda. Í skýrslunni kæmi einnig fram að kynferðisleg misnotkun barna væri stórum útbreiddari en álitið hefði verið hingað til. Segir í skýrslunni að nærri fari að fimmta hvert barn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Forsætisráðherra kvaðst hafa ákveðið að fela sérstakri fjölskyldunefnd að fara yfir skýrsluna og hraða þeirri yfirferð en hlaut fyrir gagnrýni stjórnarandstæðinga fyrir að setja málið aftur í nefnd. Jóhanna krafðist þess að forsætisráðherra færi að vilja Alþingis og a hún áteldi það harðlega yrði það ekki gert. Það staðfesti fyrst og fremst að forsætisráðherra ræddi málefni fjölskyldu og barna bara á tyllidögum, í áramótaávörpum og rétt fyrir kosningar, en þegar til kastanna kæmi væru þetta bara orðin tóm í munni hans. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýndi hins vegar Jóhönnu fyrir að tala eins og ekkert væri að gerast í málefnum barna og ungmenna í landinu. Hann sagði að nýlega hefðu verið samþykktar tillögur á þingi um að stórhækka barnabætur sem yrði til þess að styrkja stöðu fjölskyldunnar. Þá hefði mikið starf verið unnið á undanförnum árum með því að efla menntun barna og ungmenna, styrkja skólana og efla forvarnastarf í landinu. Því botnaði hann ekkert í því hvaða augum Jóhanna liti á það mikla starf sem hefði átt sér stað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira