Innlent

Vilja frekar stytta grunnskólanám

Á fimmta hundrað framhaldsskólanema mótmælti fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs á Austurvelli í dag. Það var Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum, en að ráðinu standa sex framhaldsskólar. Þar telja menn eðlilegra að stytta nám á grunnskólastigi og hafna þeim rökum að fara eigi að fordæmi annarra norrænna ríkja. Þeir benda á að hér á landi fari mun fleiri ungmenni í háskólanám en annars staðar á Norðurlöndum og því ættu þau ríki frekar að horfa til Íslands í leit að fyrirmynd en öfugt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×