Innlent

Fékk um 75 þúsund fyrir álit

Forsætisráðuneytið greiddi Eiríki Tómassyni, lagaprófessor við Háskóla Íslands, 74.700 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, fyrir lögfræðiálit sem hann vann fyrir ráðuneytið um lögmæti þess að styðja innrásina í Írak án samþykkis utanríkismálanefndar. Þetta kemur fram í svari Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðhera við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Sem kunnugt er komst Eiríkur að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið um meiri háttar ákvörðun að ræða og því hefði ekki verið nauðsynlegt að leita samþykkis utanríkismálanefndar áður en hún var tekin. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þessa niðurstöðu Eiríks Tómassonar harðlega. Þegar stjórnvöld birtu álitið var ekki sérstaklega tekið fram að greitt hefði verið fyrir það. Síðar kom í ljós að svo var og nú er ljóst hversu mikið greitt var fyrir það. Reyndar er fyrirspurn þingmannsins nokkuð óvenjulega orðuð því þar talar hann ekki um innrásina í Írak heldur tafarlausa afvopnun Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×