Landssímamálið aftur í dóm 12. apríl 2005 00:01 Árni Þór Sigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnari Orri Benediktsson fyrrum forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins freista þess fyrir Hæstarétti í dag að fá fangelsisdómum sínum vegna Landssímamálsins hnekkt. Þeir halda fram sakleysi sínu. Árni Þór og Kristján voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvott og að hylma yfir 138 milljóna fjárdrátt aðalféhirðis Landssímans og bróðurs Kristjáns. Ragnar Orri, náfrændi þeirra bræðra, hlaut átta mánaða dóm í héraði fyrir sömu sök en 106 milljónum lægri fjárhæðar. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var þá vísað frá dómi. Upp komst um fjársvik úr bókum Landssímans þegar Skattstjórinn í Reykjavík tók fyrirtæki Kristáns og Árna, Alvöru lífsins, í skattrannsókn. Rannsóknin vatt upp á sig og í ljós kom að Sveinbjörn Kristjánsson hafði dregið fé frá Símanum í fjögur ár. Hann játaði að hafa dregið að sér samtals 261 milljón króna frá 1999 til ársloka 2003 án þess að yfirmenn hans grunaði neitt. Hann reyndi í fyrstu að hylma yfir en játaði sök fjótlega eftir að rannsókn hófst. Brot hans vörðuðu allt að sex ára fangelsi og hlaut hann fjögur og hálft ár sem hann áfýjaði ekki. Hann afplánar dóm sinn á Litla-Hrauni. Árni Þór Vigfússon:Þegar upp komst um fjársvik Sveinbjörns Kristjánssonar úr rekstri Símans var Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás eins. Ríkissaksóknari sagði þátt Árna Þórs hvergi minni en Kristjáns Ragnars, bróður Sveinbjörns, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins. Hann sagði Árna Þór hafa átt frumkvæði að því að rætt yrði við Sveinbjörn um hugsanlegar lánveitingar frá Símanum. Verjandi Árna, Gestur Jónsson, krafðist sýknu þar sem Árni Þór var einungis 23 ára þegar þeir félagar fóru af stað með Skjá einn. Fram að þeim tíma hafi hann aldrei tekið lán og ekki vitað hvernig það væri gert. Hann hafi heldur ekki aldrei talið sjálfur fram til skatts. Árni Þór heldur því fram að hann hafi hvorki haft neitt með fjármál Íslenska sjónvarpsfélagsins að gera né annarra félaga í eigu hans og Kristjáns. Árni Þór hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann heldur fram sakleysi sínu fyrir Hæstarétti í dag. Kristján Ragnar Kristjánsson:Kristján Ragnar Kristjánsson sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi verið vanur pappírslausum lántökum þegar hann starfaði sem fjármálastjóri Skjás eins. Hann hafi ekki vitað að féð sem bróðir hans fékk hjá Símanum væri stolið. Þótti ríkissaksóknara það afar ótrúverðugt. Fram kom í héraðsdómi að þeir félagar, Árni Þór og Kristján, hefðu verið farnir að undrast á tímabili að Síminn krefði þá ekki um greiðslur á lánum og taldi ríkissaksóknari að Kristján hefði átt að vita að lánveitingar án skuldaviðurkenningar, vaxta, verðbóta eða ákveðnum gjalddaga væru tortryggilegar. Kristján gerði enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir félagar fengu frá Símanum. Hann hafði ekki skilað skattaskýslu frá árinu 1998 fyrir fyrirtæki hans og Árna Þórs, Alvöru lífsins. Verjandi Kristjáns sagði bróðir Kristjáns, Sveinbjörn, hafa leynt bróður sinn því að féð væri illa fengið. Ragnar Orri Benediktsson:Ragnar Orri Benediksson er sakaður um peningaþvætti og hylmingu á 32 milljónum sem hann notaði í eigin þágu og í rekstur veitingahússins Priksins. Mest fór þó til fyrirtækja Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar. Hann segist saklaus. Ragnar Orri er tengdur bræðrunum Kristjáni Ra Kristjánssyni og Sveinbirni Kristjánssyni fjölskylduböndum. Þeir eru bræðrasynir. Hann annaðist rekstur kaffihússins Priksins á Laugarveginum og átti fyrirtæki með Sveinbirni fyrrum aðalgjaldkera Símans. Fyrirtækin tengdust öll rannsókninni á fjársvikunum úr rekstri Símans. Ragnar Orri var staddur í útlöndum á árshátíð þegar honum bárust fregnir um að Árni Þór og Kristján Ragnar hefðu verið settir í gæsluvarðhald lögreglu vegna rannsóknar á fjársvikunum. Hann fór einnig í gæsluvarðhald við komuna heim. Ragnar Orri hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði. Sveinbjörn Kristjánsson:Sveinbjörn Kristjánsson fyrrum aðalgjaldkeri Símans dró sér 261 milljón króna. Peningana notaði hann meðal annars til að greiða bifreiðagjöld, víxilsskuldir, skuldabréf og hlutabréfakaup. Einnig greiddi hann eigin kreditkortareikninga að upphæð um 18 milljónir króna með fé Símans. Alvöru lífsins, fyrirtækis í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ragnars, greiddi Sveinbjörn 129 milljónir króna. Sveinbjörn taldi fjögra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut nokkuð harðan en hann lyti honum. Hann gagnrýndi dóminn sem bróðir hans og félagar hlutu og taldi hann harkalegan. "Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsivert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavega ekki aðra vitneskju frá mér," skrifaði Sveinbjörn í Fréttablaðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Árni Þór Sigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnari Orri Benediktsson fyrrum forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins freista þess fyrir Hæstarétti í dag að fá fangelsisdómum sínum vegna Landssímamálsins hnekkt. Þeir halda fram sakleysi sínu. Árni Þór og Kristján voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvott og að hylma yfir 138 milljóna fjárdrátt aðalféhirðis Landssímans og bróðurs Kristjáns. Ragnar Orri, náfrændi þeirra bræðra, hlaut átta mánaða dóm í héraði fyrir sömu sök en 106 milljónum lægri fjárhæðar. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var þá vísað frá dómi. Upp komst um fjársvik úr bókum Landssímans þegar Skattstjórinn í Reykjavík tók fyrirtæki Kristáns og Árna, Alvöru lífsins, í skattrannsókn. Rannsóknin vatt upp á sig og í ljós kom að Sveinbjörn Kristjánsson hafði dregið fé frá Símanum í fjögur ár. Hann játaði að hafa dregið að sér samtals 261 milljón króna frá 1999 til ársloka 2003 án þess að yfirmenn hans grunaði neitt. Hann reyndi í fyrstu að hylma yfir en játaði sök fjótlega eftir að rannsókn hófst. Brot hans vörðuðu allt að sex ára fangelsi og hlaut hann fjögur og hálft ár sem hann áfýjaði ekki. Hann afplánar dóm sinn á Litla-Hrauni. Árni Þór Vigfússon:Þegar upp komst um fjársvik Sveinbjörns Kristjánssonar úr rekstri Símans var Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás eins. Ríkissaksóknari sagði þátt Árna Þórs hvergi minni en Kristjáns Ragnars, bróður Sveinbjörns, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins. Hann sagði Árna Þór hafa átt frumkvæði að því að rætt yrði við Sveinbjörn um hugsanlegar lánveitingar frá Símanum. Verjandi Árna, Gestur Jónsson, krafðist sýknu þar sem Árni Þór var einungis 23 ára þegar þeir félagar fóru af stað með Skjá einn. Fram að þeim tíma hafi hann aldrei tekið lán og ekki vitað hvernig það væri gert. Hann hafi heldur ekki aldrei talið sjálfur fram til skatts. Árni Þór heldur því fram að hann hafi hvorki haft neitt með fjármál Íslenska sjónvarpsfélagsins að gera né annarra félaga í eigu hans og Kristjáns. Árni Þór hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann heldur fram sakleysi sínu fyrir Hæstarétti í dag. Kristján Ragnar Kristjánsson:Kristján Ragnar Kristjánsson sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi verið vanur pappírslausum lántökum þegar hann starfaði sem fjármálastjóri Skjás eins. Hann hafi ekki vitað að féð sem bróðir hans fékk hjá Símanum væri stolið. Þótti ríkissaksóknara það afar ótrúverðugt. Fram kom í héraðsdómi að þeir félagar, Árni Þór og Kristján, hefðu verið farnir að undrast á tímabili að Síminn krefði þá ekki um greiðslur á lánum og taldi ríkissaksóknari að Kristján hefði átt að vita að lánveitingar án skuldaviðurkenningar, vaxta, verðbóta eða ákveðnum gjalddaga væru tortryggilegar. Kristján gerði enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir félagar fengu frá Símanum. Hann hafði ekki skilað skattaskýslu frá árinu 1998 fyrir fyrirtæki hans og Árna Þórs, Alvöru lífsins. Verjandi Kristjáns sagði bróðir Kristjáns, Sveinbjörn, hafa leynt bróður sinn því að féð væri illa fengið. Ragnar Orri Benediktsson:Ragnar Orri Benediksson er sakaður um peningaþvætti og hylmingu á 32 milljónum sem hann notaði í eigin þágu og í rekstur veitingahússins Priksins. Mest fór þó til fyrirtækja Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar. Hann segist saklaus. Ragnar Orri er tengdur bræðrunum Kristjáni Ra Kristjánssyni og Sveinbirni Kristjánssyni fjölskylduböndum. Þeir eru bræðrasynir. Hann annaðist rekstur kaffihússins Priksins á Laugarveginum og átti fyrirtæki með Sveinbirni fyrrum aðalgjaldkera Símans. Fyrirtækin tengdust öll rannsókninni á fjársvikunum úr rekstri Símans. Ragnar Orri var staddur í útlöndum á árshátíð þegar honum bárust fregnir um að Árni Þór og Kristján Ragnar hefðu verið settir í gæsluvarðhald lögreglu vegna rannsóknar á fjársvikunum. Hann fór einnig í gæsluvarðhald við komuna heim. Ragnar Orri hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði. Sveinbjörn Kristjánsson:Sveinbjörn Kristjánsson fyrrum aðalgjaldkeri Símans dró sér 261 milljón króna. Peningana notaði hann meðal annars til að greiða bifreiðagjöld, víxilsskuldir, skuldabréf og hlutabréfakaup. Einnig greiddi hann eigin kreditkortareikninga að upphæð um 18 milljónir króna með fé Símans. Alvöru lífsins, fyrirtækis í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ragnars, greiddi Sveinbjörn 129 milljónir króna. Sveinbjörn taldi fjögra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut nokkuð harðan en hann lyti honum. Hann gagnrýndi dóminn sem bróðir hans og félagar hlutu og taldi hann harkalegan. "Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsivert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavega ekki aðra vitneskju frá mér," skrifaði Sveinbjörn í Fréttablaðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira