Segir vinnubrögð hóps ólýðræðisleg 12. apríl 2005 00:01 Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Deilur þungavigtarmanna í Samfylkingunni vegna formannskjörsins virðast vera að kljúfa flokkinn. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður, segist hafa sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar vegna ólýðræðislegra vinnubragða hópsins sem starfar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst er að mikil hiti er innan Samfylkingarinnar nú þegar aðeins um mánuður er í landsfund, en bæði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður gefa kost á sér í formannssætið. Össur sagði í Silfri Egils um helgina að fátt nýtt virtist koma frá framtíðarhópi flokksins sem starfað hefur undir forystu Ingibjargar Sólrúnar, en hópurinn skilar tillögum að framtíðarstefnumörkun Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn. Ingibjörg Sólrún telur ummæli Össurar bæði ósmekkleg og ótímabær enda hafi framtíðarhópurinn ekki enn skilað endanlegum tillögum. Einar Karl Haraldsson, stuðningsmaður Össurar, hefur lýst því yfir að starfshættir framtíðarhópsins minni á hugmyndafræðilega yfirtöku og falli ekki að fulltrúalýðræði flokksins. Guðmundur Árni Stefánsson, sem einnig styður Össur, hefur sagt sig úr framtíðarhópi Samfylkingarinnar, vegna óánægju með vinnubrögðin. Hann segist hafa séð fyrir sér að fræðimenn yrðu kallaðir til til ráðgjafar ásamt flokksmönnum og að spurningarlistar og lausar og fastar hugmyndir yrðu sendar í flokksfélögin þannig að unnið yrði með gagnvirkum hætti. Þegar það hafi legið fyrir að svo yrði ekki hafi honum fundist ástæða til að aðrir bæru ábyrgð á niðurstöðunum. Guðmundur Árni segir að starfið innan framtíðarhópsins hafi ekki verið eins og hann hafi hugsað sér það. Í þessu sambandi séu umræðustjórnmál lykilatriði ásamt lýðræði og að gagnvirkni sé í starfinu sem skili sér út í flokkinn. Honum skiljist að um hundrað mannst vinni í framtíðarhópnum. Það séu hins vegar 15 þúsund manns í flokknum og hann hafi viljað sjá einhvern hluta þeirra, þó ekki nema 10 prósent, koma að vinnunni með beinum hætti. Í stjórnmálum væri rætt um málefni, sem skiptu miklu máli, en jafnframt stíl og stjórnunarhætti og það skipti hann miklu máli líka. Aðspurður hvort honum finnist þá sem Ingibjörg Sólrún hafi ekki tryggt lýðræðislega vinnubrögð segir Guðmundur að hann hefði staðið öðruvísi að þessu og hafi trúað því að hugmyndin hafi verið sú. Ingibjörg Sólrún vísaði því á bug í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu að vinnubröðgin innan framtíðarhópsins hefðu verið ólýðræðisleg. Hún sagði að unnið hefði verið eftir þeim tímaramma sem hópnum hefði verið ætlaður og eftir samþykktum flokksstjórnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira