Erfið byrjun nýja formannsins 13. apríl 2005 00:01 Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Nýr formaður danska jafnaðarmannaflokksins mætir á fyrsta degi mótstöðu þingmanna flokksins vegna ummæla sinna um danska eftirlaunakerfið. Sameining er lykilorð nýja formannsins sem segir tímabært að ljúka harðri baráttu fylkinga innan flokksins. Með fimmtíu og þrjú prósent atkvæða í formannskosningu í gærkvöldi varð Helle Thorning-Schmidt fyrsta konan til að gegna stöðu formanns í danska jafnaðarmannflokknum í yfir hundrað ára sögu hans. Í kosningabaráttunni hefur hún verið kölluð „ferski frambjóðandinn“ en hún er þrjátíu og átta ára og var kosin í fyrsta sinn á þing í febrúar síðastliðnum. Á móti henni var svonefndur krónprins flokksins í framboði, Frank Jensen. Hann er 43 ára, var kosinn ungur á þing fyrir átján árum og hefur gegnt tveimur ráðherraembætum fyrir flokkinn. Í ræðu í gærkvöldi hvatti Frank stuðningsmenn sína til að styðja nýjan formann. Í sigurræðu sinni sagði Helle að framundan væru nýir tímar þar sem flokkafylkingar skyldu hætta að berjast. Hún naut stuðnings hægrifylkingar innan flokksins sem kennd er við Poul Nyrup Rasmussen, fyrrverandi formann og forsætisráðherra. Frank var aftur á móti frambjóðandi vinstrifylkingarinnar. Danskir fjölmiðlar segja Helle eiga erfitt starf fyrir höndum. Í leiðara Politiken segir að verkefnið sé yfirþyrmandi en hún virðist ekki hrædd; kannski hafi óþekkti frambjóðandinn verið sá rétti. Berlingske Tidende segir sömu kröfur gerðar til Helle nú og hafi verið gerðar til fráfarandi formanns, Mogens Lykketoft: „Komdu þér í forsætisráðherraembættið eða úr formannsstólnum.“ Og fyrsti dagurinn hefur verið erfiður því yfirlýsing Helle í gærkvöldi, um að vinna með stjórninni að breytingum á danska eftirlaunakerfinu fyrir fólk undir fertugu, hafa mætt mótstöðu hjá nokkrum þingmönnum flokksins sem segja málflutning hennar ekki samræmast stefnu flokksins. Ein af reyndari þingkonum flokksins, Pia Glellerup, tilkynnti strax í gærkvöldi að hún myndi hætta sem formaður þingflokksins eftir sjö ára starf. Hún studdi mótframbjóðandann, Frank Jensen, og segist ekki geta unnið af sömu einurð fyrir Helle. Á stuttum fundi þingflokksins í morgun voru samþykktar tillögur Helle um mannabreytingar í lykilstöðum flokksins.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira