Innlent

Undrast hlutleysi Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs. Ágúst Ólafur hafði áður í þeirra hópi lýst yfir stuðningi við Össur og til að mynda mætt á opnun kosningamiðstöðvar hans. Telja menn að með því að stíga þetta skref til baka lendi Ágúst Ólafur á milli fylkinga. Jóhanna Sigurðardóttir hefur líka sterklega verið orðuð við varaformannsembættið en hún mun að líkindum ætla að bíða landsfundar með ákvörðun um framboð. Hvorki Ingibjörg Sólrún né Össur Skarphéðinsson hafa áhuga á varaformannsembættinu en einungis annað þeirra nær kosningu í formannsembættið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×