Hafi tíma til að skila inn tilboði 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira