Innlent

Varlega í skuldbindingar

"Mér finnst afar varhugaverðar þær raddir sem heyrast að verðgildi Símans geti allt að fimmfaldast að útboði loknu," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Hann fagnar þeim áhuga sem almenningur í landinu hefur sýnt á að eignast fyrirtækið en segir að fara verði varlega í ályktanir um stóran hagnað þeirra sem þátt munu taka. Davíð telur jákvætt fyrir ríkið að sem flestir sýni kaupunum á Símanum áhuga og bætir við að augljóst sé að áhugi almennings sé meiri nú en áður. "Það hefur sýnt sig að slík kaup geta haft ýmis áhrif en ég tel afar varhugavert að haldið sé að almenningi að verðmæti fyrirtækisins muni margfaldast því það getur leitt til þess að fólk taki lán fyrir kaupunum og þar verða menn að gæta sín." Davíð segist engar sérstakar hugmyndir hafa um væntanlega kaupendur Símans að öðru leyti en því að þar fari hópur sem hefur áhuga á að reka fyrirtækið en sé ekki eingöngu að fjárfesta til skamms tíma í von um góðan hagnað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×