Best að fara upp á fjall 19. apríl 2005 00:01 "Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni." Heilsa Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni."
Heilsa Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira