Líst vel á verðhækkun á díselolíu 19. apríl 2005 00:01 Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira