Erlent

Biðst afsökunar á grimmdarverkum

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur beðist afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. Koizumi hélt í nótt ávarp á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða í Jakarta á Indónesíu og sagði þar að grimmdarverk Japana hefðu valdið öðrum Asíuþjóðum gríðarlegu tjóni og þjáningum og það væri alls ekki ætlun þeirra að þvo hendur sínar af því sem átti sér stað í styrjöldinni. Vonast er til að þetta verði til þess að róa stjórnvöld í Kína sem hafa undanfarnar vikur lýst yfir mikilli óánægju með kennslubækur í Japan þar sem gert er lítið úr voðaverkum þeirra í Seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt fréttastofu Reuters munu leiðtogar þjóðanna tveggja hittast á morgun til þess að ræða málefni þjóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×