Erlent

62% Frakka andvíg

Meira en 62 prósent Frakka ætla að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í frönsku dagblaði í dag. Aldrei áður hefur andstaða við stjórnarskrána mælst meiri en sextíu prósent í skoðanakönnun í Frakklandi. Aðeins rúmur mánuður er þangað til kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi og róa þarlend stjórnvöld nú að því öllum árum að kynna ágæti hennar fyrir almenningi í landinu. Sé að marka skoðanakannanir virðist áróðurinn hins vegar hafa þveröfug áhrif.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×