Innlent

Læknafélagið gagnrýnir stjórnvöld

Læknafélag Íslands gagnrýndi í gær að stjórnvöld hér skuli engar ráðstafanir hafa gert til að tryggja að unglæknar séu ekki látnir vinna lengri vinnuviku en heimilt er samkvæmt ákvæðum vinnutímatilskipunar. "Það er fréttnæmt í sjálfu sér þegar íslensk yfirvöld fullnægja ekki alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Það er ekki síður fréttnæmt þegar alþjóðlegum skuldbindingum hefur verið fullnægt með viðeigandi lagabreytingum, þegar opinberir aðilar, sem fara eiga eftir hinum breyttu reglum, hunsa þær þannig að leita verði til dómstóla til að fá hinar nýju reglur viðurkenndar," segir á vef Læknafélagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×