Innlent

Ólíklegt að Halldór bakki

"Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson, samflokksmaður Halldórs í Framsóknarflokknum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru ósammála um að endurskoða þurfi eftirlaunafrumvarp þingmanna en allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur vill sjá þeim breytt. Í núverandi lögum um eftirlaun ráðherra og þingmanna geta fyrrverandi ráðherrar fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera ennþá í öðrum launuðum störfum innan ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja þannig eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín og hefur Halldór Ásgrímsson lýst yfir vilja til að breyta þessu. Það vill Davíð Oddsson hins vegar ekki. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið. "Væntanlega verður einhver núningur áfram."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×