Innlent

Tekjur skila sér lítið út á land

Aðeins fimmtán prósent þess fjármagns sem ríkið aflar á landsbyggðinni með skattlagningu skilar sér aftur til verkefna úti á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Vífils Karlssonar, dósents við Viðskiptaháskólann á Bifröst, og sýnir svo ekki verður um villst að mikill munar er á hvar tekjurnar fást og hvar þeim er varið að mati Sigurjóns Þórðarsonar. Vífill fær þessar tölur frá útreikningum svokallaðs tryggingagjalds en sé litið á ákveðið landssvæði eru vísbendingar um að tíu milljarðar króna fari frá norðausturlandi einu saman til höfuðborgarinnar í formi skatta. Eru það um níu prósent af tekjum hins opinbera á landsvísu en aðeins sjö prósent af útgjöldum skila sér þangað aftur. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur látið sig þessi mál varða og telur að ríkið eigi að standa sig mun betur en hingað til hefur verið gert. "Það er alltaf talað um hversu miklir peningar fara út á land í ýmis verkefni en þessi skýrsla sannar hið gagnstæða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×