Detroit 1- Philadelphia 0 24. apríl 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru lengi í gang gegn Philadelphia í fyrsta leik liðanna á laugardagskvöld, en eftir að hafa lent undir í fyrsta fjórðung, settu þeir í fluggírinn og unnu sannfærandi sigur, 106-85. Pistons leiða því 1-0 í einvíginu. Philadelphia liðið kom ákveðið til leiks og hafði 16 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum, þar sem liðið fór hreinlega á kostum og meistararnir vissu vart sitt rjúkandi ráð. Það breyttist snarlega í örðrum leikhlutanum þegar Antonio McDyess kom inn á og skoraði 13 af 15 stigum sínum í fjórðungnum. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og síðari hálfleikurinn var eign Rasheed Wallace, sem fór á kostum og skoraði 24 af 29 stigum sínum í hálfleiknum. Ben Wallace var eins og klettur í varnarleiknum hjá heimamönnum og jafnaði félagsmet með 7 vörðum skotum. "Við lékum ekki körfubolta nema í einn fjórðung í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Allen Iverson, sem skoraði 30 stig og átti 10 stoðsendingar í leiknum. Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia átti ekki til orð í leikslok. "Ég ætlaði að komast að því hver væri besti leikmaður þeirra, en þeir voru allir jafn góðir," sagði hann hæðnislega. Rasheed Wallace mætti til leiksins með sérstakt meistarabelti bundið um mittið, en hann lét gera slík belti á alla félaga sína eftir að liðið varð meistari í fyrra. Beltin minna á þau sem boxarar fá þegar þeir hampa titlum sínum og eru ansi vönduð. "Ég vissi að Rasheed myndi leika sinn besta leik þegar ég sá hann mæta með beltið," sagði Antonio McDyess, félagi hans í Detroit. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld, einnig í Detroit. Atkvæðamestir í Detroit:Rasheed Wallace 29 stig (10 fráköst.), Tayshaun Prince 23 stig (7 fráköst), Richard Hamilton 17 stig, Antonio McDyess 15 stig (8 fráköst), Chauncey Billups 11 stig, Ben Wallace 7 stig (10 fráköst, 7 varin skot, 4 stoðsendigar og 4 stolnir boltar).Atkvæðamestir í Philadelphia:Allen Iverson 30 stig (10 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Chris Webber 27 stig, Samuel Dalembert 10 stig (18 fráköst), Andre Iguodala 10 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira