Handbolti

Lena Margrét til Sví­þjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lena Margrét í leik með Fram.
Lena Margrét í leik með Fram. Vísir/Vilhelm

Lena Margrét Valdimarsdóttir mun ganga í raðir sænska efstu deildarliðsins Skara HF frá Fram þegar tímabilinu hér heima lýkur.

Handbolti.is greindi fyrst frá vistaskiptunum sem Skara HF tilkynnti á vefsíðu sinni. Lena Margrét verður annar Íslendingurinn í herbúðum sænska félagsins en Aldís Ásta Heimisdóttir er í lykilhlutverki þar.

Skara er sem stendur í undanúrslitaeinvígi sænsku efstu deildarinnar. Skara vann fyrsta leik liðanna naumlega eftir framlengda viðureign.

Hin 24 ára gamla Lena Margrét er uppalin hjá Fram en gekk til liðs við Stjörnuna fyrir fjórum árum. Hún sneri aftur í fram fyrir tveimur árum og hefur verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.

Fram endaði í 2. sæti deildarkeppni Olís-deildar kvenna og er því komið í undanúrslit líkt og Valur sem fór með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×