Dallas 0 - Houston 2 26. apríl 2005 00:01 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira