Fótbolti

Bastarður ráðinn til starfa

Siggeir Ævarsson skrifar
Paul Bastard hefur verið dyggur stuðningsmaður Torquay United um árabil
Paul Bastard hefur verið dyggur stuðningsmaður Torquay United um árabil Facebook Torquay United AFC

Fréttir af enska F-deildar liðinu Torquay United vekja alla jafna ekki mikla athygli í fjölmiðlum en frétt af ráðningu nýs tengiliðs stuðningsmanna við félagið fór heldur betur á flug á samfélagsmiðlum.

Í fréttatilkynningu félagsins segir tengiliðurinn hafi verið stuðningsmaður liðsins síðan hann var unglingur. Hann sé þakklátur fyrir viðurkenninguna og að geta loks gefið eitthvað til baka til liðsins eftir öll þessi ár. 

Þessi krúttlega frétt um enskan eldri borgara fór þó fyrst og fremst á flug þar sem maðurinn ber hið fróma nafn Paul Bastard. Færsla félagsins um ráðningu hefur fengið yfir 1.500 „like“, yfir 400 manns hafa deilt henni og í þeim rúmlega 1.100 athugasemdum sem hafa verið skrifaðar er heil gullnáma af misgóðum fimmaurabröndurum um nafnið Paul Bastard. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×