Eftirlaunalögum ekki breytt í vor 26. apríl 2005 00:01 Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira