Seattle 2 - Sacramento 0 27. apríl 2005 00:01 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira