Detroit 2 - Philadelphia 0 27. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig. NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig.
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira