Denver heimtar virðingu 27. apríl 2005 00:01 Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Lið Denver Nuggets er ekki sátt við blaðaumfjöllun vestra eftir að liðið lagði San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í sunnudagskvöldið. Fjölmiðlar hafa talað um að það hafi verið Spurs sjálfir sem töpuðu leiknum gegn Denver og gefa ekki mikið fyrir góðan varnarleik gestanna, sem komu mjög á óvart og sigruðu í San Antonio. Enginn hefur trú á okkur Liðin mætast öðru sinni í kvöld og þá munu leikmenn Denver reyna að sanna að sigur í fyrsta leiknum hafi ekki verið nein heppni. "Enginn minnist á okkur í blöðunum út af þessum leik. Við ætlum að nýta okkur það að enginn virðist hafa trú á okkur og berjast eins og ljón. Við erum bara í þessu til að vinna leiki," sagði Marcus Camby, miðherji Denver. Vanur vanmati "Það skiptir ekki máli hvað við stöndum okkur vel í þessari seríu, fólk á bara eftir að tala um hvað San Antonio tókst ekki að gera, því er alveg sama hvað við gerum. Það skiptir mig engu máli, ég er bara 165 cm á hæð og fólk hefur dregið hæfileika mína og getu í efa allt mitt líf. Ég er vanur svona löguðu," sagði Earl Boykins, varaleikstjórnandi Denver. Duncan ekki heill George Karl, þjálfari Denver hefur litlar áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla, en hefur meiri áhyggjur af að leika við eitt besta heimalið deildarinnar og því hvernig lið hans á að halda aftur af Tim Duncan. "Það er mikið erfiðara að spila á útivelli í þessari keppni. Þegar maður leikur á heimavelli er eins og leikmennirnir hafi meiri kraft og nái frekar að setja á svið góða sýningu fyrir áhorfendur sína. Þetta er allt mikið erfiðara á útivelli. Það sem við þurfum að gera er að halda áfram að reyna að halda aftur af Duncan. Hann er ekki enn orðinn eins og hann á að sér að vera vegna meiðslanna, en hann mun fara vaxandi í einvíginu. Við getum ekki búist við að fá bara 18 stig of 12 fráköst frá honum í þeim leikjum sem eftir eru. Ég tæki því þó feginshendi," sagði Karl.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira