Phoenix 2 - Memphis 0 28. apríl 2005 00:01 Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig. NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira
Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig.
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Sjá meira