Chicago 2 - Washington 0 28. apríl 2005 00:01 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák). NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira
Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjá meira