Devil May Cry 3: Dante's Awakening 29. apríl 2005 00:01 Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur. Devil May Cry 3: Dante's Awakening er ekki framhald, hann gerist á undan hinum leikjunum og er Dante hér frekar ungur náungi sem er nýbúinn að opna litla verslun. Það verður þó lítið úr því vegna þess að illi tvíburabróðir hans, Vergil, sem er orðinn einhvers konar myrkrarhöfðingi í helvíti endurreisir forna turninn „Temen-Ni-Gru”, sem er hlið á milli okkar heims og helvíti, rétt fyrir utan veröndina hjá honum. Okkar maður þarf því að berjast í gegnum heila heri af allskonar djöflum og stöðva bróðir sinn. Ef þú heldur að það sé eitthvað auðvelt verkefni þá skjátlast þér hrapalega. Sumar af þessum ófreskjum eru svo rosalegar að þær geta drepið mann í örfáum höggum. Oft er skjárinn fullur af óvinum og til að toppa það allt eru svakalegir endakallar í næstum því öllum verkefnunum. DMC3 hefur verið frekar alræmdur fyrir erfiðleikastigið í honum. Af einhverjum ástæðum er „normal” í Evrópsku útgáfunni jafn erfitt og „hard” var í þeirri Japönsku. Og það er ekkert grín. Þetta er þó allt í lagi því eftir að maður hefur verið rassskelltur nokkrum sinnum fær maður þann valmöguleika að skipta yfir í „easy” og mæli ég eindregið með því að menn geri það í fyrsta skiptið sem þeir spila í gegnum leikinn til að forðast geðtruflanir. Capcom er fyrirtæki sem leggur mikla vinnu í umgjörð og útlit leikjanna sem þeir gera og er DMC3 engin undantekning á því. Söguþráðurinn hefur heldur betur tekið stökk frá fyrri leikjunum (þar sem hann var álíka djúpur og Steven Seagal mynd) því hér eru nokkur myndbönd í hverju einasta verkefni í leiknum. Yfirleitt kemur eitt áður en það byrjar, eitt einhvers staðar á milli og eitt eftir verkefnið. Myndböndin skipta á milli staða í kvikmyndastíl og er rauði þráðurinn samband tvíburabræðranna tveggja. Einnig er að finna mjög sorglega sögu um kvenpersónu leiksins, sem er bara þekkt sem „lady”, en hún blandaðist inn í þetta mál til að hefna dauða móður sinnar með því að drepa pabba sinn sem er að hjálpa Vergil. Það vantar ekki dramað í þetta. Myndböndin eru í sömu grafíkvél og leikurinn og eru hreint út sagt stórkostleg. Sérstaklega flott þykir mér hversu miklar tilfinningar sjást í andlitum persónanna. Tárin, svipbrigðin og allt. En þetta er langt frá því að vera allt eitthvað væl. Það er alltaf stutt í húmorinn. Dante lendir í slagsmálum og hreytir af sér „one-linerunum” eins og þeir segja á lélegri íslensku og rífur kjaft við allt og alla. Sumt af þessu er vel hallærislegt, en á sama tíma æðislegt. Það er erfitt að útskýra það. Þetta er svona svipað og að horfa á gamla Arnold Schwarzenegger mynd. Maður fær stundum aulahroll og hlær af því hvað þetta er „cheesy” en heldur samt með sínum manni og skemmtir sér konunglega. Spilunin í leiknum er alveg geggjuð frá upphafi til enda. Maður byrjar á því að velja sér stíl. Hægt er að vera sérfræðingur með byssur, vörn/gagnhögg, önnur vopn eða í því að hreyfa sig hratt auk þess sem það eru tveir leynistílar sem hægt er að fá. Maður getur breytt um stíl hvar sem er í leiknum. Þetta er mjög sniðugt og eykur fjölbreytnina í bardögunum til muna. Stjórnunin er fullkomin. Með R1 læsir maður miði á óvinina og getur þá annað hvort lamið hann/hana/það með vopninu eða skotið. Hægt er að hafa tvö skotvopn við höndina í einu og maður getur skipt um þau á innan við sekúndu með því að ýta á einn takka. Sama gildir um vopnin sem notuð er í návígi. Þetta gerir það að verkum að flæðið í bardögunum er magnað. Það er t.d. hægt að lemja óvin upp í loftið með sverði og skjóta hann í ræmur áður en hann lendir, skipta svo yfir í annað vopn og klára hann með því. Og ef þér finnst það hljóma vel, skaltu bíða þar til þú sérð djöflakraftana sem Dante stjórnar sem koma inn í þetta, nýju brögðin sem opnast eftir því sem þú kemst lengra í leiknum, rafmagnsgítarinn sem skýtur straumleðurblökum (já, þú heyrðir rétt) og fídusana til að sveifla sér í stöngum og nota óvinina sem hjólabretti svo eitthvað sé nefnt. Þegar allir þessir hæfileikar sem hinn einstaklega fjölhæfi Dante býr yfir koma saman og tugir djöfla sem ráðast á þig allir í einu getur útkoman ekki verið neitt annað en brjálæði. Eins og ég minntist á áður er leikurinn líka stútfullur af endaköllum sem fá mestu hörkutól til að skjálfa á beinunum. Bardagarnir við þá eru yfirleitt taugatrekkjandi en á sama tíma þrælskemmtilegir. Það er alltaf jafn góð tilfinning að fella skrímsli sem er tíu sinnum, ef ekki meira, stærra en maður sjálfur. Grafíklega séð er DMC3 með því besta sem sést hefur á PS2. Mikil smáatriði eru í persónum leiksins og lítur þetta allt ótrúlega vel út. Útlitið á leiknum er að mestu frekar dimmt og drungalegt og umhverfið er magnað. Það ótrúlega er að það skiptir ekki máli hvað það er mikið í gangi á skjánum í einu, allt rennur þetta áfram án þess að leikurinn hægi það mikið á sér að maður taki eftir því og auk þess „loadar” hann örsjaldan og tekur það aðeins örfáar sekúndur. Hljóðið er alveg í sama gæðaflokki. Leikurinn er með svakalegt soundtrack, lögin eru allt frá því að vera rólegur kórsöngur að því að vera argasta þungarokk. Þau skapa rafmagnaða stemningu og hæfa „goth” útliti leiksins mjög vel. Talsetningin er einnig mjög fín, vel yfir meðallagi ef hann er miðaður við flesta aðra hasarleiki á markaðnum í dag. Devil May Cry 3 skiptist í 20 verkefni og eru þau mislöng. Sum er hægt að klára á 10 mínútum meðan önnur taka kannski yfir klukkustund. Það tók mig rétt rúma 10 tíma að klára leikinn einu sinni en þá er þetta samt langt frá því að vera búið. Það er hægt að flakka á milli erfiðleikastiga í sama save-inu og vera alltaf með sömu vopnin og kraftana. Hægt er að gera leyni verkefni og ná í auka spilunarmöguleika, þannig DMC3 ætti að hafa upp á nóg að bjóða fyrir þá sem vilja klára leikina sína almennilega. Niðurstaða: Spilunin, útlitið, tónlistin og söguþráðurinn eru ekki það eina sem þessi leikur gerir frábærlega. Devil May Cry 3: Dante's Awakening rokkar í öllum mögulegum skilningi orðsins. Keyptu hann núna því annars ertu að missa af einhverjum svakalegasta hasarleik sem rekið hefur hingað á strendur í langan tíma. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Capcom Útgefandi: Capcom Heimasíða: www.capcom.co.jp/devil3/ Svavar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur. Devil May Cry 3: Dante's Awakening er ekki framhald, hann gerist á undan hinum leikjunum og er Dante hér frekar ungur náungi sem er nýbúinn að opna litla verslun. Það verður þó lítið úr því vegna þess að illi tvíburabróðir hans, Vergil, sem er orðinn einhvers konar myrkrarhöfðingi í helvíti endurreisir forna turninn „Temen-Ni-Gru”, sem er hlið á milli okkar heims og helvíti, rétt fyrir utan veröndina hjá honum. Okkar maður þarf því að berjast í gegnum heila heri af allskonar djöflum og stöðva bróðir sinn. Ef þú heldur að það sé eitthvað auðvelt verkefni þá skjátlast þér hrapalega. Sumar af þessum ófreskjum eru svo rosalegar að þær geta drepið mann í örfáum höggum. Oft er skjárinn fullur af óvinum og til að toppa það allt eru svakalegir endakallar í næstum því öllum verkefnunum. DMC3 hefur verið frekar alræmdur fyrir erfiðleikastigið í honum. Af einhverjum ástæðum er „normal” í Evrópsku útgáfunni jafn erfitt og „hard” var í þeirri Japönsku. Og það er ekkert grín. Þetta er þó allt í lagi því eftir að maður hefur verið rassskelltur nokkrum sinnum fær maður þann valmöguleika að skipta yfir í „easy” og mæli ég eindregið með því að menn geri það í fyrsta skiptið sem þeir spila í gegnum leikinn til að forðast geðtruflanir. Capcom er fyrirtæki sem leggur mikla vinnu í umgjörð og útlit leikjanna sem þeir gera og er DMC3 engin undantekning á því. Söguþráðurinn hefur heldur betur tekið stökk frá fyrri leikjunum (þar sem hann var álíka djúpur og Steven Seagal mynd) því hér eru nokkur myndbönd í hverju einasta verkefni í leiknum. Yfirleitt kemur eitt áður en það byrjar, eitt einhvers staðar á milli og eitt eftir verkefnið. Myndböndin skipta á milli staða í kvikmyndastíl og er rauði þráðurinn samband tvíburabræðranna tveggja. Einnig er að finna mjög sorglega sögu um kvenpersónu leiksins, sem er bara þekkt sem „lady”, en hún blandaðist inn í þetta mál til að hefna dauða móður sinnar með því að drepa pabba sinn sem er að hjálpa Vergil. Það vantar ekki dramað í þetta. Myndböndin eru í sömu grafíkvél og leikurinn og eru hreint út sagt stórkostleg. Sérstaklega flott þykir mér hversu miklar tilfinningar sjást í andlitum persónanna. Tárin, svipbrigðin og allt. En þetta er langt frá því að vera allt eitthvað væl. Það er alltaf stutt í húmorinn. Dante lendir í slagsmálum og hreytir af sér „one-linerunum” eins og þeir segja á lélegri íslensku og rífur kjaft við allt og alla. Sumt af þessu er vel hallærislegt, en á sama tíma æðislegt. Það er erfitt að útskýra það. Þetta er svona svipað og að horfa á gamla Arnold Schwarzenegger mynd. Maður fær stundum aulahroll og hlær af því hvað þetta er „cheesy” en heldur samt með sínum manni og skemmtir sér konunglega. Spilunin í leiknum er alveg geggjuð frá upphafi til enda. Maður byrjar á því að velja sér stíl. Hægt er að vera sérfræðingur með byssur, vörn/gagnhögg, önnur vopn eða í því að hreyfa sig hratt auk þess sem það eru tveir leynistílar sem hægt er að fá. Maður getur breytt um stíl hvar sem er í leiknum. Þetta er mjög sniðugt og eykur fjölbreytnina í bardögunum til muna. Stjórnunin er fullkomin. Með R1 læsir maður miði á óvinina og getur þá annað hvort lamið hann/hana/það með vopninu eða skotið. Hægt er að hafa tvö skotvopn við höndina í einu og maður getur skipt um þau á innan við sekúndu með því að ýta á einn takka. Sama gildir um vopnin sem notuð er í návígi. Þetta gerir það að verkum að flæðið í bardögunum er magnað. Það er t.d. hægt að lemja óvin upp í loftið með sverði og skjóta hann í ræmur áður en hann lendir, skipta svo yfir í annað vopn og klára hann með því. Og ef þér finnst það hljóma vel, skaltu bíða þar til þú sérð djöflakraftana sem Dante stjórnar sem koma inn í þetta, nýju brögðin sem opnast eftir því sem þú kemst lengra í leiknum, rafmagnsgítarinn sem skýtur straumleðurblökum (já, þú heyrðir rétt) og fídusana til að sveifla sér í stöngum og nota óvinina sem hjólabretti svo eitthvað sé nefnt. Þegar allir þessir hæfileikar sem hinn einstaklega fjölhæfi Dante býr yfir koma saman og tugir djöfla sem ráðast á þig allir í einu getur útkoman ekki verið neitt annað en brjálæði. Eins og ég minntist á áður er leikurinn líka stútfullur af endaköllum sem fá mestu hörkutól til að skjálfa á beinunum. Bardagarnir við þá eru yfirleitt taugatrekkjandi en á sama tíma þrælskemmtilegir. Það er alltaf jafn góð tilfinning að fella skrímsli sem er tíu sinnum, ef ekki meira, stærra en maður sjálfur. Grafíklega séð er DMC3 með því besta sem sést hefur á PS2. Mikil smáatriði eru í persónum leiksins og lítur þetta allt ótrúlega vel út. Útlitið á leiknum er að mestu frekar dimmt og drungalegt og umhverfið er magnað. Það ótrúlega er að það skiptir ekki máli hvað það er mikið í gangi á skjánum í einu, allt rennur þetta áfram án þess að leikurinn hægi það mikið á sér að maður taki eftir því og auk þess „loadar” hann örsjaldan og tekur það aðeins örfáar sekúndur. Hljóðið er alveg í sama gæðaflokki. Leikurinn er með svakalegt soundtrack, lögin eru allt frá því að vera rólegur kórsöngur að því að vera argasta þungarokk. Þau skapa rafmagnaða stemningu og hæfa „goth” útliti leiksins mjög vel. Talsetningin er einnig mjög fín, vel yfir meðallagi ef hann er miðaður við flesta aðra hasarleiki á markaðnum í dag. Devil May Cry 3 skiptist í 20 verkefni og eru þau mislöng. Sum er hægt að klára á 10 mínútum meðan önnur taka kannski yfir klukkustund. Það tók mig rétt rúma 10 tíma að klára leikinn einu sinni en þá er þetta samt langt frá því að vera búið. Það er hægt að flakka á milli erfiðleikastiga í sama save-inu og vera alltaf með sömu vopnin og kraftana. Hægt er að gera leyni verkefni og ná í auka spilunarmöguleika, þannig DMC3 ætti að hafa upp á nóg að bjóða fyrir þá sem vilja klára leikina sína almennilega. Niðurstaða: Spilunin, útlitið, tónlistin og söguþráðurinn eru ekki það eina sem þessi leikur gerir frábærlega. Devil May Cry 3: Dante's Awakening rokkar í öllum mögulegum skilningi orðsins. Keyptu hann núna því annars ertu að missa af einhverjum svakalegasta hasarleik sem rekið hefur hingað á strendur í langan tíma. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Capcom Útgefandi: Capcom Heimasíða: www.capcom.co.jp/devil3/
Svavar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira